D. dovrensis Fr., D. daurica DC. v. dovrensis (Fr.)
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur, sjaldan fölgulur.
Blómgunartími
Maí.
Vaxtarlag
Stærri en aðaltegundin.
Lýsing
Líkist að útliti meira D. arctica og D. cinerea, en litningafjöldi og lífefnaeinkenni líkari D. glabella og því er þessi undirtegund sett hér. Mjög breytileg.
Uppruni
Noregur (fjöll).
Heimildir
9, Lid J.& Lid D.T. 2005, Norsk flora
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2005 og gróðursett í beð 2007, þrífst vel.