Draba dubia

Ættkvísl
Draba
Nafn
dubia
Íslenskt nafn
Tataravorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
1-15 sm
Vaxtarlag
Fjölær, sígræn, lausþýfð jurt, allt að 20 sm há. Lauf mjó-öfugegglaga í þéttum blaðhvirfingum, stjarnhærð.
Lýsing
Blómstönglar með allt að 3 lauf, heilrend, hærð. Blóm í gisnum klasa. Krónublöð 3-5 mm, hvít. Skálpar 6-14 mm, aflangir-oddbaugóttir, stöku sinnum hærðir. Stíll allt að 0,5 mm.
Uppruni
M & S Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1, en.hortipeda.com/wiki/Draba-dubia
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Þessari tegund var sáð í Lystigarðinum 1991 og hún gróðursett í beð 1992, drapst 1999. Er ekki í Lystigarðinum 2015.