Draba crassifolia v. parryi (Rydberg) O. E. Schulz; D. parryi Rydberg
Lífsform
Einær eða skammlíf, fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Þýfð, skammlíf fjölær jurt. Lauf aflöng til spaðalaga, þétt saman, snubbótt með stöku hár. Laufjaðrar með strjálar, fínar tennur.
Lýsing
Blómstönglar uppsveigðir, hárlausir. Stöngullauf aflöng, hærð. Blómskipunin með 3-9 blóm. Bikarblöð um 2 mm, aflöng, oddlaus, hárlaus. Krónublöðin mjó, fölgul um 2,5 mm, grunnsýld. Fræflar um 2 mm. Aldin hárlaus, 4-7 x 1.5-2,5 mm, flöt. Stíll mjög stuttur eða enginn.
Uppruni
Grænland, Yukon, Alaska, Bandaríkin, N Evrópa (Noregur, Svíþjóð).
Heimildir
= 2, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250094737, Flora of North America
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2005 og gróðursett í beð 2007. Jurt sem hefur verið til í Lystigarðinum af og til.