Draba borealis

Ættkvísl
Draba
Nafn
borealis
Íslenskt nafn
Snævorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 22 sm
Vaxtarlag
Lausþýfð, fjölær jurt, allt að 22 sm há. Dauð lauf þekja neðsta hluta plöntunnar. Lauf 10-30 x 3-12 mm, mjó öfugegglaga-aflöng, mjókka að leggnum, þétt stjarnhærð, jaðrar randhærðir, heilrendir eða með 1-2 tennur. Blómstönglar 4-22 sm, hærðir, greinalausir eða gaffalgreindir, lauf 2-10, egglaga, tennt oft stærri en grunnlaufin.
Lýsing
Blómklasar þéttblóma, 8-18 blóm, lengjast mikið við aldinþroskann. Bikarblöð aflöng, hærð. Krónublöð 4-5,5 mm, hvít, randhærð. Aldin 8-12 x 2,5-3,5 mm, aflöng-oddbaugótt, hliðflöt, hærð. Stíll 0,5 mm.
Uppruni
Heimskautasvæði Asíu og N Ameríku.
Harka
4
Heimildir
= 1, www.efloras.org/florataxonþaspx?flora-id=1&taxon-id=200009439 Flora of North America
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem kom í Lystigarðinn 1997, þrífst vel.