Draba aizoides

Ættkvísl
Draba
Nafn
aizoides
Íslenskt nafn
Garðavorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurgulur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær jurt, 5-10 sm há. Lauf allt að 1,5 mm breið í 35 mm breiðum blaðhvirfingum, mjóbandlaga, gárótt, ± innsveigð, broddydd, jaðrar ögn randhærðir.
Lýsing
Blómstönglar allt að 10 sm, hárlausir, glansandi, uppréttir. Blóm 4-18, krónublöð 4-6 mm, gul, öfugegglaga, jafnlöng og fræflarnir. Skálpar 6-12 mm, oddbaugóttir, hliðflatir, hárlausir. Mjög breytileg tegund.
Uppruni
M & S Evrópa(fjöll), Bretlandseyjar.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015, en hefur verið sáð.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Compacta' er þétt í vextinum.