Laufin allt að 1 sm, aflöng-lensulaga eða lensulaga, hárlaus, grágræn, sköruð, snubbótt, mjókka að grunni. Blómskipunin með 2-4 blóm, stoðblöð egglaga, allt að 5 mm, snubbótt. Blómskipunarleggir stjarnhærðir-dúnhærir, uppréttir, jafn langir og eða styttri en laufin. Bikar klukkulaga, flipar bandlensulaga eða egg-lensulaga, hvassyddir. Krónan bleik, flipar bogadregnir-öfugegglaga.
Uppruni
A Bandaríkin (fjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í breiður.
Reynsla
Góð steinhæðarplanta sem ræktuð hefur verið lengi bæði norðan lands og sunnan (H.Sig.). Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.