Harðgerð, mjög vinsæl og góð garðplanta, lífgar verulega upp á garðana á vorin. Hefur verið í Lystigarðinum frá gamalli tíð.
Yrki og undirteg.
'Magnificum' allt að 50 sm há, stórblóma, kemur rét upp af fræinu. 'Madame Mason' ljósgul blendingur hjartarfífils og hindarfífils. 'Finesse' allt að 50 sm há, Körfur legglangar, geislablóm grönn, gul, kemur rétt upp af fræi. 'Frühlingspracht' allt að 40 sm há, blómin fyllt, gullgul.