Doronicum orientale

Ættkvísl
Doronicum
Nafn
orientale
Íslenskt nafn
Hjartarfífill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Samheiti
D. caucasicum
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Mjög líkur gimbrafífli (D. columnae) nema 30-60 sm hár, áberandi þéttur í vextinum, stöngull lítið eitt dúnhærður.
Lýsing
Grunnlauf 10x8 sm, jaðrar ógreinilega bogtenntir. Karfan stök.
Uppruni
SA Evrópa, Kákasia, líbanon.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, sem undirgróður, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerð, mjög vinsæl og góð garðplanta, lífgar verulega upp á garðana á vorin. Hefur verið í Lystigarðinum frá gamalli tíð.
Yrki og undirteg.
'Magnificum' allt að 50 sm há, stórblóma, kemur rét upp af fræinu. 'Madame Mason' ljósgul blendingur hjartarfífils og hindarfífils. 'Finesse' allt að 50 sm há, Körfur legglangar, geislablóm grönn, gul, kemur rétt upp af fræi. 'Frühlingspracht' allt að 40 sm há, blómin fyllt, gullgul.