Grunnlauf allt að 9x7 sm, dúnhærð, tennt eða næstum heilrend, stöngullauf með legg til greipfætt, fiðlulaga. Körfur stakar, allt að 6,5 sm í þvermál, reifablöð allt að 22 sm, 2/3 af lengd geislablómanna. Svifhárakrans heill.
Uppruni
S Evrópa, N Spánn, Korsíka, Albanía, Alpar.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning. (sáir sér talsvert).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Harðgerð jurt, sem hefur verið Lystigarðinum frá 1981, þrífst vel.