Doronicum grandiflorum

Ættkvísl
Doronicum
Nafn
grandiflorum
Íslenskt nafn
Geitafífill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 35 sm háir, dúnhærðir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 9x7 sm, dúnhærð, tennt eða næstum heilrend, stöngullauf með legg til greipfætt, fiðlulaga. Körfur stakar, allt að 6,5 sm í þvermál, reifablöð allt að 22 sm, 2/3 af lengd geislablómanna. Svifhárakrans heill.
Uppruni
S Evrópa, N Spánn, Korsíka, Albanía, Alpar.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning. (sáir sér talsvert).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Harðgerð jurt, sem hefur verið Lystigarðinum frá 1981, þrífst vel.