Stönglar allt að 60 sm háir, dúnhærðir eða hárlausir.
Lýsing
Grunnlauf 3x3-7,5x8 sm egglaga til hjartalaga, bogtennt, legglauf 3-4, egglaga-lensulaga, greipfætt. Blómkörfur stakar, 2-6 sm í þvermál, blómskipunarleggir kirtil-dúnhærð, reifablöð allt að 14 mm, kirtildúnhærð. hálf lengd smáblómanna, jaðarsmáblóm ekki með svifhárakrans.
Uppruni
Fjöll í S Evrópu og V Asíu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerð jurt, gömul planta í Lystigarðinum. Myndir teknar í Grasagarði Reykjavíkur.