Laufin þunn, langhrokkinhærð, ekki með kirtla á laufjöðrunum, grunnlauf allt að 4,5x2sm, aflöng til egglaga-oddbaugótt, mjókka að laufleggnum, leggurinn 2-5 sm, jaðrar heilrendir til bylgju-tenntir, stöngullauf oddbaugótt til lensulaga, leggstutt eða greipfætt. Körfur stakar allt að 7,5 sm í þvermál, reifablöð allt að 14 mm, hálf lengd geislablómanna, langhrokkinhærð. Svifhárakrans heill.
Uppruni
A Alpafjöll, Karpatafjöll, Pýreneafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð eða meðalharðgerð, lítt reynd hérlendis. Var sáð í Lystigarðinum 1998.