Dolomiaea macrocephala

Ættkvísl
Dolomiaea
Nafn
macrocephala
Íslenskt nafn
Bergkolla
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blápurpura.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Vaxtarlag
Laufin mörg í grunnhvirfingu, allt að 50x18 sm, öfuglensulaga, fjaðursepótt eða fjöðruð, bleðlarnir breiðir, stundum hrokknir, ullhærðir ofan, hvítlóhærð neðan.
Lýsing
Karfan allt að 2,5 sm í þvermál, legglaus eða legglstutt, ytri reifablöð aflöng-lensulaga, innri reifablöðin mjórri. Smáblómin blápurpura. Aldin allt að 9 mm, svifhárakrans allt að 25 mm.
Uppruni
Himalaja, Tíbet.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir.
Reynsla
All undarleg en harðgerð jurt, sem þrífst mjög vel í körfublómabeðinu (L3-B31 910352), hefur verið þar frá 1993.