Dodecatheon dentatum

Ættkvísl
Dodecatheon
Nafn
dentatum
Íslenskt nafn
Hjartagoðalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
hvítur
Blómgunartími
Síðla vors til snemmsumars.
Hæð
15-25 sm
Vaxtarlag
Mjög breytilegar plöntur, engin æxlikorn.
Lýsing
Lauf gróftennt, 7-15 x 1-4 sm, egglaga til lensulaga, mjókka snögglega að grunni eða með hjartalaga grunni. Blómstönglar 13-25 sm með 2-5 blóm. Króna með 5 flipa, allt að 2 sm, hvít. Frjóþræðir lausir hver frá öðrum eða lítið eitt samvaxnir, gulir til brúnrauðir, < 1 mm , frjóhnappar gulir til brúnrauðir, tenglsin slétt. Fræni ekki stækkuð. Fræhýðistennur hvassyddar.
Uppruni
SV Bandaríkinn - N Mexíkó.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum - í F1 frá 1992.