Lauf öfugegglaga til spaðalaga, mjókka smám saman að grunni, 2-30 x 1-3 sm, jaðrar stundum með smáar framstæðar tennur eða með tungur. Blómstönglar 11-35 sm með um 20 blóm. Krónan með 5 flipa, allt að 2 sm, rauðrófupurpurea til hvít. Frjóþræðir gulir til dökkpurpura, samvaxnir. Frjóhnappatengsl hrukkótt. Fræni ekki stækkuð. Fræhýðistennur sljóyddar.