Digitalis purpurea

Ættkvísl
Digitalis
Nafn
purpurea
Íslenskt nafn
Fingurbjargarblóm
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Tvíær eða fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura til fölbleik /dökkrauðar doppur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
80-150 sm
Vaxtarlag
Tví- eða fjölær jurt, upprétt, mishá, getur orðið allt að 180 sm há, dúnhærð eða langhærð eða lóhærð.
Lýsing
Grunnlauf egglaga til lensulaga, snubbótt, grunnur fleyglaga, hæringin margfruma hár, innan um stutt kirtilhár. Laufleggur 3-12 mm, með væng. Klasar ógreindir eða með fáeinar greinar, venjulega blómmargir, stoðblöð lensulaga, hvassydd, heilrend, legglaus, mislöng, efri stoðblöðin stundum örsmá. Bikarflipar egglaga, lensulaga til oddbaugótt, blómleggir 11-20 mm, lóhærðir. Krónan 40-55 mm, purpura til fölbleik eða hvít, oftast mjög freknótt á innra borði með hvítjöðruðum dökkpura doppum, á ytra borð er krónan hárlaus til dúnhærð eða langhærð, kögruð innan. Fræhýðið er 11x7 mm, egglgaga, snubbótt jafnlöng og eða lengri en bikarinn. Fræin næstum 1 mm, brún, ferhyrnd, ferköntuð, netæðótt.
Uppruni
V, SV & VM Evrópa.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Getur blómstrað á fyrsta sumri ef forræktuð, er annars höfð í reit fyrsta árið en síðan sett út í beð.
Yrki og undirteg.
'Alba' hvít blóm, 'Apricot' aprikósulit blóm, 'Excelsior' margir litir, 'Foxy' margir litir ofl.