Fara í efni
Fréttir
English
Plöntur
Garðaflóra
Flóra Íslands
Um Lystigarðinn
Saga Lystigarðsins
Umgengnisreglur
Húsin í Lystigarðinum
Styttur og minnismerki
Staðsetning og yfirlitskort
Hafa samband
English
Forsíða
/
Plöntur
/
Garðaflóra
/
Stórabjörg
Digitalis grandiflora
Ættkvísl
Digitalis
Nafn
grandiflora
Íslenskt nafn
Stórabjörg
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Tvíær eða fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur/brúnt æðanet.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Tvíær eða fjölær jurt, allt að 100 sm hár.
Lýsing
Lauf 7-25x2-6 sm, egg-lensulaga, fíntennt, oftast hárlaus ofantil, dálítið dúnhærð neðantil. Klasinn fremur þéttur, blómskipunarleggur kirtil-dúnhærður, stoðblöð aflöng-lensulaga, bikarflipar lensulaga,, hvassydd, kirtil-dúnhærðir. Krónan 40-50x16-22 mm, fölgul, netæðótt, æðarnar brúnar, krónupípa klukkulaga-hliðskökk.
Uppruni
Evrópa.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð á skýldum stað, sem undirgróður.
Reynsla
Meðalharðgerð-harðgerð, oft skammlíf en auðvelt að halda við með sáningu, ætti að sjást oftar í görðum (H. Sig.).