Dicentra spectabilis

Ættkvísl
Dicentra
Nafn
spectabilis
Íslenskt nafn
Hjartablóm
Ætt
Reykjurtaætt (Fumariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Rósrauður til bleikur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
140 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 140 sm háir.
Lýsing
Laufin 15-40x10-20 sm, smálauf, 4-10x2-7 sm, með lensulaga flipa. Blómin hangandi, 3-15 í klasa, ytri krónublöð rósrauð-bleik, sjaldan hvít, 20-30x3-4 mm, baksveigð, innri krónublöð hvít, standa langt fram úr blóminu, kambur 1-3 m í þvermál.
Uppruni
Síbería, Japan, A Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sprotar með hæl að vori, rótargræðlingar að hausti, sprotar með hæl úr blaðöxlum um mitt sumar, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta, í beð, sem undirgróður t.d. innanum runna.
Reynsla
Meðalharðgerð- harðgerð, á að standa sem lengst óhreyfð í sól og góðu skjóli (ekki er verra að plantan fái vetrarskýli).
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm.