Dicentra formosa

Ættkvísl
Dicentra
Nafn
formosa
Yrki form
f. albiflora
Íslenskt nafn
Dverghjarta
Ætt
Reykjurtaætt (Fumariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Laufin eru grunnlauf, þríhyrnd að ummáli, 15-55 x 8-35 sm, bláleit neðan.
Lýsing
Laufleggurinn 5-40 sm, smálauf aflöng, skert,15-80 x 4x50 mm. Blómin hangandi, í 2-30 blóma skúfum. Krónan bleik-purpura til gul, sjaldan hvít, hjartalaga. Ytri krónublöð 12-24 x 3-6 mm, sekklaga við grunninn, oddarnir balsveigðir um 2-4 mm, útstæðir, sporar 2-3 mm. Innri krónublöðin 12-22 x 2-4 mm, kambur útstæður um 1-2 mm.
Uppruni
V N Ameríka.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð jurt, sem helst falleg allt sumarið, mjög góð garðplanta.