Dicentra eximia

Ættkvísl
Dicentra
Nafn
eximia
Íslenskt nafn
Álfahjarta
Ætt
Reykjurtaætt (Fumariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurableikur, bleikur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-65 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar kröftugir, með hreistur. Grunnlauf allt að10, bláleit neðan, þríhyrnd að ummáli, 10-55 x 5-30 sm, laufleggurinn 5-40 sm, smálauf lensulaga til aflöng eða egglaga, 20-50 x 6-35 mm, skert.
Lýsing
Blómleggur allt að 65 sm hár. Blómin 5-45 í drúpandi skúfi. Krónan purpurableik til bleik, sjaldan hvít, hjartalaga við grunninn, mjókka í langan háls efst, endar ytri krónublaðana útstæðir eða aftursveigðir.
Uppruni
Fjöll í Bandarikjum N Ameríku.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð. Myndar breiður með tímanum.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.