Diapensia lapponica

Ættkvísl
Diapensia
Nafn
lapponica
Íslenskt nafn
Fjallabrúða
Ætt
Fjallabrúðuætt (Diapensiaceae).
Lífsform
Sígrænn dvergrunni/hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Myndar þúfur með jarðlægum, skriðulum sprotum, blöðin eru í þéttum hvirfingum.
Lýsing
Laufin eru 0,75-1,25 x 0,25-0,75 sm, í hvirfingum, heilrend, spaðalaga-aflöng, snubbótt eða bogadregin í oddinn, grunnur mjókkar snögglega í stuttan lauflegg, leðurkennd, þykk, jaðrar dálítið niðurorpnir. Bikar allt að 0,75 sm, flipar skarast, snubbóttir, smátenntir. Krónupípan jafn löng og bikarinn, grænhvít innan, krónutunga allt að 2 sm í þvermál, flipar breiðir, snubbóttir, útstæðir, hvítir.
Uppruni
Norðurhvel - pólhverf.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar, sem þekjuplanta, í náttúrlega garða.
Reynsla
Harðgerð planta, nokkuð algeng hátt til fjalla á norðurlandi.