Dianthus sylvestris

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
sylvestris
Íslenskt nafn
Skógardrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Þéttþýfð, nærri hárlaus fjölær jurt, allt að 40 sm há.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm, grönn, langydd, grasgræn eða blágræn. Blóm 1-3 saman á uppréttum stönglum, ilmlaus eða því næst. Bikar 1,2-3 sm, utanbikarflipar 2-8, breið öfugegglaga, oftast með langan odd, um ¼ af lengd bikarsins. Krónutungan 6-15 mm, heilrend eða tennt, ekki með skegg, oftast bleik.
Uppruni
S Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning. (Skógardrottningin blandast ekki öðrum tegundum eins og margar nellikur).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í ker.
Reynsla
Harðgerð, en er lítt reynd hérlendis enn sem komið er.