Þéttþýfð, hárlaus, djúpgræn fjölær jurt, allt að 10 sm há.
Lýsing
Grunnlauf aðeins 1 sm að lengd, lensulaga, þétt saman, dálítið baksveigð. Blómin stök, bikar um 1 sm, með egglaga, snubbóttar tennur.Utanbikarflipar 4, egglaga-lensulaga, ydd, um 1/3 af lengd bikarsins.
Uppruni
Fjöll í SV Evrópu.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning að vori, græðlingar að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í ker, í kassa.
Reynsla
Dafnar vel í garðinum. Hefur lifað í ein fimm ár samfellt í B4. Hefur lifað vel af í GÍ (H. Sig.)