Fara í efni
Fréttir
English
Plöntur
Garðaflóra
Flóra Íslands
Um Lystigarðinn
Saga Lystigarðsins
Umgengnisreglur
Húsin í Lystigarðinum
Styttur og minnismerki
Staðsetning og yfirlitskort
Hafa samband
English
Forsíða
/
Plöntur
/
Garðaflóra
/
Rússadrottning*
Dianthus squarrosus
Ættkvísl
Dianthus
Nafn
squarrosus
Íslenskt nafn
Rússadrottning*
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar þúfu eða breiðu.
Lýsing
Lík D. plumarius, lauf styttri en 3 sm, aftursveigð og fremur stinn. Laufin eru grágræn, mjó og hvassydd. Blómin eru hreinhvít, 1,6 sm í þvermál og ilma mikið, á 1,5-3 sm háum stöngli.
Uppruni
Úkraína til Kazakhstan.
Harka
H2
Heimildir
= 2, encyclopaedia.alpnegardensociety.net/plants/Dianthus squarrosus
Fjölgun
Sáning að vori, græðlingar að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kassa, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Lítt reynd. Var í uppeldi á reitasvæði.
Yrki og undirteg.
'Nanus' er dvergvaxið form sem er tilvalið í ker eða kassa.