Hárlaus, fjölær jurt, allt að 30 sm há, myndar gisna þúfu eða breiðu.
Lýsing
Grunnlauf allt að 2,5 sm, bandlaga, mjókka frá miðju fram í langan odd, stundum stinn. Blómin stök eða í gisnum kvíslskúf, ilma. Bikar 1,2-2,7 sm, mjókka upp á við með langar, odddregnar tennur. Utanbikarblöð oftast 4, oddbaugótt til egglaga, mjókka snögglega í odd, sem er minna en 1/4 af lengd bikarsins. Krónutungan er 4-10 mm, skipt, tennt eða næstum heilrend, stundum með skegg, hvít (sjalda bleik).
Uppruni
Fjöll í SA Evrópu og SV Asíu.
Harka
4
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, græðlingar, (skipting að vori).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker, í kassa.
Reynsla
Hefur vaxið áfallalaust í Lystigarðinum frá 1994 og verður því að teljast til langlífari tegunda af þessarri ættkvísl.
Yrki og undirteg.
Breytileg tegund sem stundum er skipt í nokkrar tegundir eða undirtegundir.