Dianthus monspessulanus

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
monspessulanus
Íslenskt nafn
Flipadrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Samheiti
D. sternbergii Sieber
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur eða hvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Lausþýfð, hárlaus fjölær jurt, allt að 60 sm há. Stönglar grannir, greinóttir ofantil.
Lýsing
Laufin bandlaga eða bandlensulaga, odddregin, mjúk viðkomu. Blóm 2-7 saman (sjaldan stök), á stuttum leggjum, ilmandi. Bikar 1,8-2,5 sm, mjókkar dálítið ofantil. Utanbikarblöð 4, lensulaga, mjókka smám saman í mjóan grænan odd, 1/3 til ½ af lengd bikarsins. Krónutungan 1,2-2 sm skipt nærri til hálfs í mjóa hluta, bleik eða hvít.
Uppruni
S og M Evrópa (fjöll).
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Nokkur eintök í garðinum. Hefur reynst vel og er langlíf og harðgerð. Hefur reynst harðgerð á Reykjum (H. Sig.). Breytileg tegund.
Yrki og undirteg.
D. monspessulanus ssp. sternbergii (Sieber) Hegi er þéttari með bláleit lauf og stærri, stök blóm sem er eftirsótt í steinhæðir. Uppruni í A-Ölpum.Blendingur D. monspessulanus og D. seguieri (D. x arvernensis Rouy & Fouchaud) er upprunnin í S-Frakklandi og er ræktaður (sem ýmis yrki) í steinhæðum. Hann er þétt þýfður og laufin eru grágræn. Í flestum garðyrkjubókum er hann meðhöndlaður sem afbrigði af D. gratianopolitanus Vill.