Hærð, fjölær jurt, allt að 40 sm há, með útbreidda stöngla.
Lýsing
Lauf bandlaga til lensulaga. Blómin smá, legglaus í þéttum hnoðum með stoðblöð, ytri stoðblöð lík laufblöðum þau innri himnukennd. Bikar um 1,5 sm, Utanbikarblöð 4(5), egglaga, með langan, grænan odd sem er næstum jafn langur og bikarinn. Krónutungan um 7 mm gul með purpura doppur við grunninn.
Uppruni
V Júgóslavía.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar, (skipting að vori).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í ker, í kassa.
Reynsla
Hefur oft reynst skammlíf í Lystigarðinum. Eina nellikan með gul blóm og oft ræktuð þess vegna.