Dianthus haematocalyx

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
haematocalyx
Íslenskt nafn
Blóðdrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúp bleikpurpura.
Blómgunartími
Júlí-september.
Vaxtarlag
Fjölær jurt, hárlaus og þýfð sem verður allt að 30 sm há.
Lýsing
Lauf bandlaga, ydd, jaðrar þykkari en blaðkan. Blóm stök eða 2-4 saman í lauföxlunum. Bikar 1,6-2,4 sm, mjókka upp á við, oftast rauð purpura.Utanbikarflipar 4 eða 6, að minnsta kosti ½ lengd bikarsins. Krónutungan um 6-12 mm, öfugegglaga, tennt, lítið eitt skeggjuð, djúp bleikpurpura. Gul á neðra borði.
Uppruni
Fjöll á Balkanskaga
Harka
8
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, græðlingar, (skipting að vori).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kassa, í kanta.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er.
Yrki og undirteg.
Dianthus haematocalyx ssp. pindicola myndar þéttari þúfur, blómin næstum legglaus.