Dianthus furcatus

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
furcatus
Íslenskt nafn
Sýldrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur (sjaldan hvítur).
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær, lausþýfð, hárlaus, bláleit jurt, allt að 30 sm há.
Lýsing
Lauf bandlaga-lensulaga, flest eru grunnlauf. Blóm oftast stök, dálítið drúpandi á löngum leggjum, ilmandi. Bikar 1-1,5 sm, utanbikarflipar 4, egglaga-lensulaga, yddir, oftast um ½ lengd bikarsins. Krónutungan 5-10 mm, heilrend eða óreglulega tennt ekki með skegg, bleik mjög sjaldan hvít.
Uppruni
SV Evrópa (fjöll).
Harka
7
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Breytileg tegund sem hefur verið skipt í nokkrar undirtegundir.