D. atrorubens All; D. sanguineus Vis.; D. tenuifolius Schur.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpura eða bleikur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, oftast hárlaus, með 4-kantaða stöngla allt að 60 sm háa.
Lýsing
Lauf bandlaga allt að 2 sm x 5 mm, flöt með mjög löng slíður. Blóm í meira eða minna þéttum , sveiplíkum kvíslskúf með lensulaga eða aflöng stoðblöð. Bikar 1-2 sm, utanbikarflipar öfugegglaga eða öfughjartalaga með stuttum enda. Meira eða minna himnukennd, styttri en bikarinn. Krónublaðkan 1-1,5 sm öfugegglaga, tennt , með skegg, purpura bleik eða sjaldan hvít. Blómgast í júlí - sept.
Uppruni
S & M Evrópa.
Harka
3
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta, í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Hefur lifað samfellt í ein 10 ár í garðinum (nokkur eintök í ræktun sem stendur). Harðger og auðræktuð tegund.