Dianthus brevicaulis

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
brevicaulis
Íslenskt nafn
Lágdrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
12 sm.
Vaxtarlag
Fjölæringur, hárlaus eða bláleitur, sem myndar þúfur, allt að 12 sm hár.
Lýsing
Lauf 6-20 x 0,5-1,5 mm, bandlaga, með mjög smáar tennur. Blómin stök á stuttum stöngli, sem oft er aðeins með tvö stöngllauf. Utanbikarflipar 4-6, egglaga, hvassydd allt að ½ lengd bikarsins. Krónutungan 4-7 mm, meira eða minna skeggjuð, djúpbleik, gul neðan.
Uppruni
Grikkland (fjöll).
Harka
9
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er.