Hærð jurt, ein- eða tvíær sem verður allt að 40 sm. Grunnlauf í blaðhvirfingum, mjó-aflöng, snubbótt.
Lýsing
Blómin smá, legglaus eða því sem næst í þéttum blómhnoðum, umkrýndum af bandlaga stoðblöðum sem minna á laufblöðin. Stoðblöðin jafnlöng krónublöðum eða ögn lengri. Bikar 1,5-2 sm, mjókkar ofan við miðju. Utanbikarflipar 2, lensulaga-sýllaga, jafnlangir bikarnum. Krónutungan um 5 mm, mjóegglaga, tennt og með skegg, skærbleik með fölari doppur, nöglin snjóhvít.