Dianthus armeria

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
armeria
Íslenskt nafn
Rósadrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Hærð jurt, ein- eða tvíær sem verður allt að 40 sm. Grunnlauf í blaðhvirfingum, mjó-aflöng, snubbótt.
Lýsing
Blómin smá, legglaus eða því sem næst í þéttum blómhnoðum, umkrýndum af bandlaga stoðblöðum sem minna á laufblöðin. Stoðblöðin jafnlöng krónublöðum eða ögn lengri. Bikar 1,5-2 sm, mjókkar ofan við miðju. Utanbikarflipar 2, lensulaga-sýllaga, jafnlangir bikarnum. Krónutungan um 5 mm, mjóegglaga, tennt og með skegg, skærbleik með fölari doppur, nöglin snjóhvít.
Uppruni
Víðast í Evrópu (sjaldgæf nyrst), V Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.