Dianthus anatolicus

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
anatolicus
Íslenskt nafn
Breiðudrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
10-35 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar breiður.
Lýsing
Lauf allt að 4,5 sm, bandlaga, langodddregin. Blómin stök eða 2-3 saman, blómleggir > 5 mm. Bikar 8-11 x 2-3 mm, samandreginn efst, tennur 2 mm oft með lítinn odd. Utanbikar flipar oftast 6, mjóegglaga, mjókka snögglega með himnukennda jaðra, 1/3-1/2 lengd bikarsins. Krónutungan 2,5-3,5 mm, bandlaga-aflöng, heilrend, ekki með skegg, hvít.
Uppruni
Tyrkland.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum. Fyrirtaks steinhæðaplanta.