Uppréttur runni, laufin sagtennt. Blendingur milli Deutzia longifolia og D. discolor en líkur D. longifolia en laufin eru 6-10 sm löng.
Lýsing
Blómin eru stærri en hjá D. longifolia og breiðari, með bleik krónublöð sem eru með bylgjaða jaðra. Blómin opnast mjög mikið, bleik í miðjunni, fræflar gulir.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Suður- og vesturjaðrar runnabeða í góðu skjóli.
Reynsla
Kelur nokkuð mikið árlega en kemur ávallt vel upp aftur og vex vel (k= 3-4). Náði að blómgast árið 2002 eftir 4 ára basl á beði, blómstrar sum ár.