D. scopulorum A. Gray v. glaucum (S.Watson) A.Gray, D. splendens G.N.Jones
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blápurpura til ljósgráfjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
(60-)100-200(-300) sm
Vaxtarlag
Stönglar (60-)100-200(-399) sm háir, grunnur oftast grænn, hárlaus, bláleitur. Laufin stöngullauf, 15-20, engin að 1/5 neðsta hluta stönglanna þegar plantan blómstrar, laufleggir 1-14 sm.
Lýsing
Laufblaðkan kringlótt til fimmhyrnd, 2-11 x 3-18 sm, jaðrar sjaldan blúndukenndir, hárlaus, endaflipar 5-9(-15), breidd 5-24(-35) mm, oddarnir mjókka snögglega í broddyddan odd, flipar laufa á miðjum stöngli meir en 3 x lengri en þeir eru breiðir. Blómskipunin (13-)40-90(-140)-blóma, blómleggir 1-3(-5) sm, smádúnhærðir eða hárlausir, smástoðblöð 2-6(-10) mm frá blómunum, græn til blá, bandlaga, 2-7 mm, smádúnhærð eða hárlaus. Bikarblöðin blápurpura til ljósgráfjólublá, smádúnhærð, hliðarflipar vita fram á við eða eru útstæðir, 8-14(-21) x 3-6 mm, sporar beinir, standa í 45° horni við stöngulinn, 10-15(-19) mm, neðri krónublöð þekja stöngulinn ±, 4-6 mm, flipar 1-3 mm, hár í miðju, aðallega neðst á flipunum, hvít. Fræhýði 9-20 mm, 3,5-4,5 sinnum lengri en þau eru breið, hárlaus til smádúnhærð. Fræin með væng, frumur fræhýðis ílangar en stuttar, yfirborð slétt eða hrjúf.