Delphinium glaucum

Ættkvísl
Delphinium
Nafn
glaucum
Íslenskt nafn
Purpuraspori
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
D. scopulorum A. Gray v. glaucum (S.Watson) A.Gray, D. splendens G.N.Jones
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blápurpura til ljósgráfjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
(60-)100-200(-300) sm
Vaxtarlag
Stönglar (60-)100-200(-399) sm háir, grunnur oftast grænn, hárlaus, bláleitur. Laufin stöngullauf, 15-20, engin að 1/5 neðsta hluta stönglanna þegar plantan blómstrar, laufleggir 1-14 sm.
Lýsing
Laufblaðkan kringlótt til fimmhyrnd, 2-11 x 3-18 sm, jaðrar sjaldan blúndukenndir, hárlaus, endaflipar 5-9(-15), breidd 5-24(-35) mm, oddarnir mjókka snögglega í broddyddan odd, flipar laufa á miðjum stöngli meir en 3 x lengri en þeir eru breiðir. Blómskipunin (13-)40-90(-140)-blóma, blómleggir 1-3(-5) sm, smádúnhærðir eða hárlausir, smástoðblöð 2-6(-10) mm frá blómunum, græn til blá, bandlaga, 2-7 mm, smádúnhærð eða hárlaus. Bikarblöðin blápurpura til ljósgráfjólublá, smádúnhærð, hliðarflipar vita fram á við eða eru útstæðir, 8-14(-21) x 3-6 mm, sporar beinir, standa í 45° horni við stöngulinn, 10-15(-19) mm, neðri krónublöð þekja stöngulinn ±, 4-6 mm, flipar 1-3 mm, hár í miðju, aðallega neðst á flipunum, hvít. Fræhýði 9-20 mm, 3,5-4,5 sinnum lengri en þau eru breið, hárlaus til smádúnhærð. Fræin með væng, frumur fræhýðis ílangar en stuttar, yfirborð slétt eða hrjúf.
Uppruni
N-Ameríka.
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=233500500
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í raðir.
Reynsla
Hefur vaxið lengi í garðinum og þrífst vel (t.d. P9-A03 910682).