Delphinium elatum

Ættkvísl
Delphinium
Nafn
elatum
Íslenskt nafn
Fjallaspori
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-200 sm
Vaxtarlag
Breytileg tegund, stönglar 40-200 sm, hærðir neðantil, hárlaus til hærður ofantil.
Lýsing
Laufin stór, 9x16 sm, kringlótt til bog-hjartalaga, djúp 5-7 flipótt, efri laufin 3-deild, mikið skert, hlutarnir allt að 7 mm breið. Blóm mörg í þéttum klasa, blá, allt að 2,5 sm löng, bikarblöð egglaga, snubbótt, hárlaus, 15 mm, krónublöð mattpurpura eða gul neðra parið með gul hár. Fræhýði 3, hárlaus.
Uppruni
S & M Evrópa til Síberíu.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, græðlingar með hæl að vori.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem stakstæðar plöntur, í raðir. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Ágætt að skipta á nokkurra ára fresti eins og öðrum sporum. Er talinn einn forfeðra ýmissa kynblendinga riddaraspora. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.