Delphinium cashmerianum

Ættkvísl
Delphinium
Nafn
cashmerianum
Íslenskt nafn
Lávarðaspori
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Náskyldur krúnuspora (D. brunonianum), en frábrugðinn að því leyti að hann er ekki með kirtilhár ofantil, blómin eru smærri.
Lýsing
Stönglar eru allt að 45 sm háir. Grunnlauf kringlótt, 3-5 sm í þvermál, með 5-7 skiftingar, flipar tenntir. Blómskipunin er hálfsveipur með 10-12 blómum, blá-purpura, allt að 3,5 sm, ekki eins dúnhærður og krúnispori (D. brunonianum), blómleggir langir, bikarblöð snubbótt, breið, sporinn boginn, breiður, allt að 1,5 sm, efri krónublöðin svart-purpura, neðri krónublöðin mattgræn. Fræhýði 3-7, hærð.
Uppruni
V Himalaja.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, græðlingar með hæl að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerður, blómsæll og auðræktaður.
Yrki og undirteg.
'Album' er með hvít blóm