Sígrænn, gleiðgreindur runni, allt að 50 sm hár. Ungir sprotar dúnhærðir, verða hárlausir með aldrinum.
Lýsing
Lauf 2-3 sm, stakstæð, strjál, oddbaugótt til öfugegglaga, oddur snubbóttur eða hvassyddur, hárlaus ofan, dúnhærð neðan í fyrstu, síðan kirtildoppótt. Blóm oftast ilmandi, allt að 8 í endastæðum hnoðum. Bikar oftast rjómahvítur, hjá nokkrum formum rauðbleikur, pípan dúnhærð utan, flipar 7 mm, egglaga eða lensulaga, ydd. Aldin appelsínugul, dúnhærð.
Uppruni
S Evrópa, N Afríka, Litla Asía, Afganistan, Himalaja
Heimildir
= 1
Fjölgun
Haustsáning, sumargrælingar
Notkun/nytjar
Stakstæður, í framræst beð, í þyrpingar, í beðjaðra, upphækkuð beð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum og er fremur viðkvæm. Lýsing tegundar höfð hér til samanburðar við Daphne kosaninii.