Uppréttur runni, allt að 1,4 m hár. Greinar margar, grannar, grænar, hárlausar eða silkihærðar í fyrstu.
Lýsing
Lauf oftast þrífingruð, en þau sem eru á ungum sprotum einfingruð (heil/óskipt), laufin legglaus, smálauf 6-20 × 1,5-9 mm, lítið eitt loðin eða hárlaus, oddbaugótt til öfugegglaga. Blómin sterkgul, um 25 mm, 1 eða 2 í blaðöxlunum, laufleggir 6-10 mm, bikar um 5 mm, hárlaus. Fáni 16-18 mm í þvermál. Belgir 25-40 × 8-10 mm, mjög þéttir í sér, aflangir, með þétt hvít eða brún hár á jöðrunum.
Uppruni
Evrópa að Bretlandi meðtöldu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í stórar steinhæðir, í skýld beðum, gróðusetja t. d. sunnan við hús.
Reynsla
Er ekki í ræktun í Lystigarðinum sem stendur en er á óskalista - í meðallagi harðgerður og þarf að rækta á sólríkum stað í góðu skjóli - þarf að vetrarskýli.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja er í ræktun erlendis taldar vera um 80 alls. Ekki taldar upp hér. Þau eru oftast með mismunandi lit blóm og afar skrautleg í blóma - hugsanlega mætti rækta flest þeirra á allra bestu stöðum.