Chamaecytisus ruthenicus (Fischer ex Woloszczak) Klásk.
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Gullgulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0,6-1 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni 0,6-1 m hár. Greinar margar, ungir sprotar eru þaktir þéttri, hvítleitri dúnhæringu, hárin stutt og aðlæg.
Lýsing
Laufin eru þrífingruð, stakstæð, smálaufin með legg, oddbaugótt- lensulaga, dúnhærð, bogadregin í oddinn, með þyrni. Blómin eru gullgul, 3-5 saman í blaðöxlum, mynda einskonar öx. Bikar dúnhærður og með kjöl. Fáni hárlaus. Belgir 3-3,5 sm langir, þéttdúnhærðir.