Cytisus procumbens

Ættkvísl
Cytisus
Nafn
procumbens
Íslenskt nafn
Klettasópur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
0,2-0,4 m
Vaxtarlag
Jarðlægur, uppréttur eða útafliggjandi runni með uppsveigða sprota, 0,2-0,4 m, greinar sívalar, með þétt aðlæg hár. Ungir sprotar hrukkóttir.
Lýsing
Lauf 12-32 × 3-4 mm, heil(ósamsett), aflöng-lensulaga, hvassydd, hárlaus ofan, þéttaðlæg ullhæring á neðra borði. Blóm allt að 10 mm, sterkgul, í sívölum, laufóttum, 7,5-15 sm löngum klösum. Bikar 5 mm, bjöllulaga, silkihærður, fáni 12-15 mm. Belgir 30-32 × 5 mm, samþappaðir, með þétt aðlæg, úfin hár, fræ 3-4.
Uppruni
SA Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðjaðra.
Reynsla
Er ekki í ræktun í Lystigarðinum sem stendur en hefur verið sáð (2012).