Runni, 0,2 1 m hár, Greinar fíndúnhærðar, uppsveigðar eða uppréttar eða oftar jarðlægur.
Lýsing
Smálauf 0,2-5 × 0,4-1 sm, öfugegglaga til oddbaugótt, ögn loðin eða hárlaus á efra borði, silkihærð til loðin á neðra borði. Blómin stór, sterkgul, 2-4 saman í blaðöxlum, engin stoðblöð, bikar 12,5 mm, hærður. Fáni 18-30 sm, stöku sunnum brúnflikróttur við grunninn, oft ögn loðinn. Belgir 2,5-4 × 0,5-0,8 sm, bandlaga, þéttloðnir.
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2000. Hefur reynst nokkuð vel í Lystigarðinum og með prýði í Grasagarði Reykjavíkur.