Cyananthus lobatus

Ættkvísl
Cyananthus
Nafn
lobatus
Íslenskt nafn
Sandheiður
Ætt
Bláklukkuætt (Campanulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærpurpura-blár
Blómgunartími
jÁgúst
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Þýfð, allt að 40 sm með marga jarðlæga, nær hárlausa eða hærða stöngla, myndar breiður með tímanum
Lýsing
Lauf stakstæð, kjötkennd, allt að 3.2 sm, öfugegglaga til fleyglaga, mjókka að grunni, djúpflipótt, nær hárlaus á efra borði en hærð á því neðra.Blóm standa einstök og upprétt á greinaendum. Bikar allt að 2 sm skiptur að 1/3, bikarflipar þríhyrndir, allt að 5.5 mm með áberandi stutt brúnsvört hár. Blóm allt að 4 sm í þvermál, trektlaga, dúnhærð í gini. Krónublöð að 1.7 sm, öfugegglaga, útbreidd, skærpurpuralit til blá, sjaldan hvít
Uppruni
Indland, Bútan, SV Kína (NV Himalajafjöll).
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í hleðslur, breiður.
Reynsla
'I Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 1985 og gróðursett í beð 1990. Þrífst vel og blómstrar mikið árlega. Harðgerður en lítt reynd ættkvísl hérlendis. Mjög flott breiða sem lifað hefur lengi í steinhæðinni.
Yrki og undirteg.
'Albus' Blómin hvít.'Giganteus' Blómin falleg djúp lilla-blá.