Stórblóma. Blómhlífarblöðin mjög fölfjólublá, næstum hvít með fjólubláum rákum bæði á innra og ytra borði, rákirnar á innri blómhlífarblöðunum eru með fínar hliðaræðar, sem minna á fanir á fjöður.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= 1, Upplýsingar á umbúðum laukanna.
Fjölgun
Hliðarhnýði.
Notkun/nytjar
Í trjá- eða runnabeð, í beðkanta og víðar.
Reynsla
Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett í beð 2002. Þrífast vel.