Blóm föl-lilla til djúp lilla-purpura eða hvít með purpura belti eða rákótt á ytraborði (á við ssp. sieberi frá Krít). Gin gult til appelsínugult, hárlaust eða hært. Ekkert hulsturblað. Stoðblöð 2. Blómhlífarblöð 2-4 sm × 7-15 mm. Frjóhnappar gulir, stíll með þrjá frænissepa, gula til appelsínurauða, hver þeirra er mjög breiður og í fellingum eða þeir eru flipóttir í oddinn.