Blóm ljóssinnepsgul, ytraborð innri blómhlífarblaða ljósara sinnepsgult en innra borðið, en þau ytri eru með mjög greinilegar, fjólubláar-brúnar rákir á ytra borði. Mjög blómviljugt yrki.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
= Upplýsingar á umbúðum hnýðanna.
Fjölgun
Hliðarhnýði.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður í trjá- eða runnabeð, í beðkanta.
Reynsla
Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett í beð 1997, A4-B14 & 2000 A4-B16 of á B-flöt. Þrífst vel.