Hýði hnýðanna er pappírs-, leðurkennd eða eins og eggjaskurn, rifnar í hringi við grunninn. Lauf 3-7 talsins, 0,5-2,5 mm breið, styttri en blóm, venjulega grágræn.
Lýsing
Blóm gul til appelsínugul, stundum rákótt eða með bronslita eða purpuralita slikju á ytra borði, stöku sinnum rjómahvít; ginið gult, hárlaust. Ekkert hulsturblað. Stoðblöð eru 2. Blómhlífarblöð eru venjulega 1,5-3-5 sm × 5-11 mm. Frjóhnappar gulir, stundum svartleitir neðst. Stílar með 3 gula eða appelsínugula frænissepa.
Uppruni
Albanía, Búlgaría, Grikkland, S Júgóslavía, A Rúmenía, V, M & S Tyrkland.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Fjölgað með hliðarhnýðum, hnýðin lögð í september á 6-8 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í grasflatir.
Reynsla
Harðgerður, blómstrar fyrst allra krókustegunda (sumar sortir sennilega blandaðar páskakrókusum (C. biflorus).
Stórblóma afbrigði af tryggðakrókus (C. chrysanthus) og afbrigð, með fjölbreytilegri liti en villitegundirnar hafa verið valin til ræktunar. Sumar plantnanna sem eru nefndar C. chrysanthus-yrki eru form skyld páskakrókus (C. biflorus) eða blendingar þessara tveggja tegunda.