Crocus biflorus

Ættkvísl
Crocus
Nafn
biflorus
Ssp./var
ssp. pulchricolor
Höfundur undirteg.
(Herb.) B. Mathew.
Yrki form
'Blue Pearl'
Íslenskt nafn
Páskakrókus
Ætt
Sverðlilja (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Perlublár.
Blómgunartími
Vor (apríl).
Hæð
- 8 sm
Lýsing
Blóm perlublá, bronslit neðst, silfurblá innan með áberandi appelsínugul fræni.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
17
Fjölgun
Með hliðarhnýðum.
Notkun/nytjar
Í beðkanta, sem undirgróður undir tré og runna.
Reynsla
Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett í beð 1999, I5-Z46 og I5-D27 og 2002 L4-04. Þrífst vel.