Fjölæringur allt að 1,5 m hár. Laufin hærð, einkum á neðra borði. Grunnlauf 10-40 x 4-9 sm, egglaga, aflöng-lensulaga, ydd, grunnur hjartalaga, með bylgjaðar tennur til fjaðurskert, laufleggir með vængi, grunnlaufin visna fljótt. Efri stöngullauf legglaus, lykja um stöngulinn.
Lýsing
Körfur 1-6 talsins, reifablöð bandlensulaga, ytri reifablöðin 12-18, allt að 2/3 af lengd innri reifablaðanna. Innri reifablöðin 12-16, öfuglensulaga, ydd, verða baksveigð. Tungublómin gul. Aldin allt að 11 mm, spólulaga, bein eða sigðlaga, brún, mjókka smám saman. Biðan gul-hvít.