Stönglar með hvíta köngulóarvefshæringu ofantil.Grunnlauf allt að 10 sm, spjótlaga, tennt, leðurkennd, með hvíta köngulóarvefshæringu, en verða glansandi og dökkgræn, með langan legg. Stöngullauf oft egglaga, oft mjög smá.
Lýsing
Karfan geislaformuð eða skífulaga, stök, hvolflaga, ilmandi, reifablöð allt að 16 mm, oddbaugótt, ydd, purpuragræn. Hvirfingarblóm matt-appelsínugul. Biðan koparlit.