Greinar útstæðar, rauðbrúnar með marga, kröftuga þyrna.
Lýsing
Lauf með legg, heil, fjaðurstrengjótt, breið-fleyglaga, oddbaugótt, 5-8 sm löng, gróftennt og tvísagtennt, glansandi á efra borði, verða hárlaus á neðra borði, stakstæð á greinunum. Blómin fimmdeild, hvít, ilmandi, mörg í hærðum hálfsveipum. Fræflar 20, frjóhnappar bleikir, sjaldan hvítir. Aldin kúlulaga, yfir 1 sm í þvermál, glansandi, skarlatsrauð, skrautleg.
Uppruni
A N-Ameríka
Harka
4
Heimildir
1, 7, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Haustsáning
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í beð, í raðir, klippt og óklippt limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1987 og gróðursett í beð 1991 og önnur sem sáð var til 1997 og gróðursett í beð 2001.Hefur reynst vel í Lystigarðinum það sem af er (kal 0-0,5). Hefur reynst vel í Grasagarði Reykjavíkur.