Crataegus saligina

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
saligina
Íslenskt nafn
Víðiþyrnir*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
3-5 m
Vaxtarlag
Tré með mikla krónu, greinar nokkuð drúpandi í endann, rauðbrúnar, þyrnar 2-3 sm.
Lýsing
Lauf allt að 7 sm, mjó-oddbaugótt, jaðrar bogtenntir, ljósgræn, verða appelsínugul og rústrauð með haustinu. Blómin lítil. Aldinin 1 sm, hnöttótt, plómurauð, verða glansandi blásvört.
Uppruni
Bandaríkin
Harka
4
Heimildir
1, USDA
Fjölgun
Haustsáning
Notkun/nytjar
Stakstæð tré eða stakstæðir runnar, í raðir, í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum sem stendur en er á óskalista.